Takist Blikum að vinna króatíska liðið komast þær í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn eftir að tekið var upp nýtt mótafyrirkomulag.

Kemur fram í yfirlýsingunni sem sjá má hér fyrir neðan að eftir viðræður við sóttvarnaryfirvöld var ljóst að fleiri leikmenn þyrftu ekki að fara í sóttkví eftir að smitið greindist í gær.

Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli en sigurliðið kemst áfram í riðlakeppnina og tryggir sér með því að minnsta kosti sextíu milljónir króna.

Þar bíða stærstu lið Evrópu eins og Barcelona, PSG, Bayern, Chelsea ásamt því að líklegt er að lið eins og Wolfsburg, Arsenal, Lyon og fleiri verði í riðlakeppninni.