Leik Víkings Ólafsvíkur og Fram í Lengjudeild karla í fótbolta hefur verið frestað þar sem leikmannahópur Víkings Ólafsvíkur er kominn í sóttkví.

Þetta kemur fram í frétt á vef knattspyrnusambands Íslands.

Smit kom upp í leikmannahópi Ólafsvíkurliðsins og því er allur hópur liðsins í sóttkví eins og sakir standa. Leikmenn liðsins munu fara í skimun við fyrsta tækifæri.

Fram og Víkingur Ólafsvík eru á sitt hvorum enda töflunnar í Lengjudeildinni. Fram trónir á toppi deildarinnar með 32 stig og hefur níu stiga forskot á ÍBV sem er í öðru sæti. Víkingur Ólafsvík vermir hins vegar botnsætið með tvö stig.