Sergio Busqu­ets, fyr­irliði spænska karlalandsliðsins í fótbolta, greind­ist með kór­ónu­veiruna í gær.

Af þeim sökum mun A-landslið Spánverja ekki spila þegar Spánn mætir Litáen í vináttulandsleik í kvöld, þar sem leikmannahópurinn er kominn í sóttvkví, en U-21 árs landsliðið mun mæta í leikinn þess í stað.

Busqu­ets var eini leikmaður spænska liðsins sem greindist með kórónaveiruna í skimun gærdagsins.

Spánn spilar við Svíþjóð í fyrstu umferð í riðlakeppni í lokakeppni Evrópumótsins 14. júní í Sevilla og eru Spánverjar bjartsýnir að geta mætt með sína sterkustu sveit í þann leik.

Spán­n er í E-riðli loka­keppn­inn­ar með Svíþjóð, Póllandi og Slóvakíu.