Samkvæmt heimildum Ívars Benediktssonar, ritstjóra Handbolta.is, eru þrír leikmenn Vals búnir að greinast með smit.

Valur átti að mæta RK Porec frá Króatíu í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir EHF Europan League. Leikirnir áttu að fara fram um helgina en óvíst er um framhald þeirra.

Valsmenn léku æfingarleik gegn KA á dögunum og eru Akureyringar því um leið komnir í sóttkví