Þór/KA sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kom að smit kom upp í leikmannahóp liðsins í gær og að leikmaðurinn sem um ræðir hafi æft með liðsfélögum sínum fyrir helgi.

Samkvæmt færslunni fann leikmaðurinn sem um ræðir fyrir einkennum um helgina og fékk staðfest í gær að hún væri með kórónaveiruna.

Leikmennirnir og þjálfararnir sem umgengust hana á þessari æfingu eru á leiðinni í skimum og sóttkví og er von á niðurstöðum á næstu dögum.

Næsti leikur Þór/KA er gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn eftir rúma viku. Akureyringar hafa fengið að æfa nokkuð óáreittar í samkomubanninu.