Allir leik­menn körfu­knatt­leiks­liðs Þórs frá Þor­láks­höfn eru komnir í sótt­kví eftir smit innan liðsins. Karfan.is greinir frá þessu.

Sam­kvæmt vef­miðli Körfunnar er ekki ljóst hvort smitið muni hafa á­hrif á fleiri lið en Þór lék á móti Kefla­vík 16. septem­ber, Grinda­vík 20. septem­ber og Njarð­vík 24. septem­ber á Icelandic Gla­cial mótinu.

Fyrsti leikur Þórs í Domin­os-deildinni gegn Haukum á að fara fram á fimmtu­daginn. Hann er sam­kvæmt skipu­lagi enn á dag­skrá en heimildir Körfunnar herma að honum verði frestað.