Þrír leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hið minnsta og tveir úr starfsliði liðsins sem lék vináttuleiki við Úganda og Suður-Kóreru í Belek í Tyrklandi greindust með Covid-smit við heimkomu í gær.

Þetta staðfestir Ómar Smárason,fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við 433.is. Brynjólfur Andersen Willumsson greindist smitaður við sýnatöku í Tyrklandi og var lungann úr ferðinni í einangrun. Brynjólfur spilaði í hvorugum leiknum.

Vegna smitanna eru nokkur fjöldi fólks kominn í sóttkví vegna framangreindra smita en smitrakingu er þó ekki lokið að fullu.

Íslenska liðið var í vikutíma í Belek í Tyrklandi en liðið gerði 1-1 jafntefli við Úganda þar sem Jón Daði Böðvarsson skoraði marka Íslands og laut svo í lægra haldi 5-1 fyrir Suður-Kóreu.

Sveinn Aron Guðjohnsen var á skotskónum fyrir Ísland í tapinu gegn Suður-Kóreumönnum.