Allir leikmenn meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá KR eru komnir í sóttkví eftir að smit greindist hjá einum leikmanni.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti þetta í samtali við DV.

Þar er haft eftir Páli að um varúðarráðstafanir sé að ræða og að ekkert óvenjulegt hafi átt sér stað sem veldur þessari sóttkví.

Sama lið fór í sóttkví eftir leik liðsins gegn Breiðablik í júní þar sem smitaður leikmaður Breiðabliks spilaði. Var tveimur leikjum KR frestað í kjölfarið.

Ekki verður leikið í Pepsi Max-deild kvenna á næst­unni og hefur heil­brigðisráðuneytið hafnað und­anþágu­beiðni KSÍ um að fá að spila leiki án áhorf­enda.

Einnig eru knattspyrnuæfingar fullorðinna nú bannaðar af sóttvarnarástæðum og því ljóst að sóttkví leikmanna mun hafa takmörkuð áhrif á liðið.