Kór­ónu­veiru­smit hefur greinst hjá leikmanni í karlaliði Fylkis í knattspyrnu.Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Leikmaðurinn sem um ræðir spilaði með Fylki á laug­ar­dag­inn síðastliðinn þegar liðið lék við Stjörn­una í átta liða úr­slit­um Lengju­bik­ars­ins. Af þeim sökum þurfa leikmannahópar Fylkis og Stjörnunnar og allir sem komu að þeim leik að fara í sóttkví.

Stjarnan hafði betur í leiknum, 4-2, og mætir Val í undanúrslitum keppninnar. Sá leikur er á dagskrá 1. apríl næstkomandi og ætti að geta farið fram á þeim degi.