Portúgalinn Alex Telles sem gekk nýverið til liðs við Manchester United frá Porto greindist með kórónaveirusmit. Telles spilaði af þeim sökum ekki með Manhester United þegar liðið valtaði yfir RB Leipzig, 5-0, á Old Trafford í annarri umfeð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi.

Ole Gunnar Solskær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti þetta í samtali við fjölmiðla eftir leikinn. „Telles er sem betur f ein­kenna­laus og verður vonandi fljót­ur að jafna sig,“ sagði Solskær um stöðu mála.

Telles sem er örvfættur varnarmaður lék með Manchester United þegar liðið lagði PSG að velli í fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.