Smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hefur upplýst knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, um að COVID-19 smit hafi greinst hjá leikmanni sem tók þátt í hæfileikamótun stráka sem haldin var í Egilshöll um síðustu helgi.

Þeir leikmenn sem tóku þátt í þessum æfingum sem og þjálfarar þurfa þar af leiðandi að fara í sóttkví samkvæmt ákvörðun smitrakningateymisins.

Allir hlutaðeigandi hafa verið upplýstir um stöðuna og viðeigandi ráðstafanir hafa verið gerðar.

Af þessum sökum hefur einnig verið ákveðið hefur verið að fresta hæfileikamótun stelpna sem fara átti fram um komandi helgi þar sem þjálfarar þeirra æfinga eru í sóttkví.