Starfslok Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóra, munu að öllum líkindum fara fyrir dómstóla. Þar hyggjast forráðamenn Chelsea reyna að komast framhjá því að greiða Ítalanum starfslokagreiðslu á grundvelli þess að hann hafi sýnt ófagmennsku í starfi. 

Þar á meðal er samskipti Conte við leikmenn sína og þá sérstaklega hvernig hann stóð að því að láta Diego Costa, þáverandi leikmann Chelsea, vita af því að hann væri ekki lengur í áformum félagsins. 

Conte gerði það í gegnum smáskilaboð, en stjórn Chelsea telur það vera dæmigert fyrir slaka samskiptahætti hins skapheita stjóra í stjórnun sinni. 

Lögfræðingar Conte ætla aftur á móti að berjast gegn þessu með kjafti og klóm og fara fram á tæplega tíu milljón bresk sterlingspund í starfslokagreiðslu.