Enski boltinn

Smáskilaboð notuð gegn Conte fyrir rétti

Forráðamenn Chelsea berjast nú gegn því að greiða Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóra sínum, starfslokagreiðslu. Málið mun líklega fara fyrir breska dómstóla.

Antonio Conte stendur í deilum við fyrrverandi viinnuveitanda sinn. Fréttablaðið/Getty

Starfslok Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóra, munu að öllum líkindum fara fyrir dómstóla. Þar hyggjast forráðamenn Chelsea reyna að komast framhjá því að greiða Ítalanum starfslokagreiðslu á grundvelli þess að hann hafi sýnt ófagmennsku í starfi. 

Þar á meðal er samskipti Conte við leikmenn sína og þá sérstaklega hvernig hann stóð að því að láta Diego Costa, þáverandi leikmann Chelsea, vita af því að hann væri ekki lengur í áformum félagsins. 

Conte gerði það í gegnum smáskilaboð, en stjórn Chelsea telur það vera dæmigert fyrir slaka samskiptahætti hins skapheita stjóra í stjórnun sinni. 

Lögfræðingar Conte ætla aftur á móti að berjast gegn þessu með kjafti og klóm og fara fram á tæplega tíu milljón bresk sterlingspund í starfslokagreiðslu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Aurier handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Enski boltinn

Ryan Babel snýr aftur í ensku úrvalsdeildina

Enski boltinn

Barcelona spyrst fyrir um Giroud

Auglýsing

Nýjast

Austin eignast atvinnumannalið

Sigur býr til úrslitaleik um sæti í milliriðli

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Guðmundur og Dagur mætast í sautjánda sinn

Frakkland bjargaði stigi gegn Þýskalandi

Haukakonur sóttu tvö stig til Eyja

Auglýsing