Enski boltinn

Smáskilaboð notuð gegn Conte fyrir rétti

Forráðamenn Chelsea berjast nú gegn því að greiða Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóra sínum, starfslokagreiðslu. Málið mun líklega fara fyrir breska dómstóla.

Antonio Conte stendur í deilum við fyrrverandi viinnuveitanda sinn. Fréttablaðið/Getty

Starfslok Antonio Conte, fyrrverandi knattspyrnustjóra, munu að öllum líkindum fara fyrir dómstóla. Þar hyggjast forráðamenn Chelsea reyna að komast framhjá því að greiða Ítalanum starfslokagreiðslu á grundvelli þess að hann hafi sýnt ófagmennsku í starfi. 

Þar á meðal er samskipti Conte við leikmenn sína og þá sérstaklega hvernig hann stóð að því að láta Diego Costa, þáverandi leikmann Chelsea, vita af því að hann væri ekki lengur í áformum félagsins. 

Conte gerði það í gegnum smáskilaboð, en stjórn Chelsea telur það vera dæmigert fyrir slaka samskiptahætti hins skapheita stjóra í stjórnun sinni. 

Lögfræðingar Conte ætla aftur á móti að berjast gegn þessu með kjafti og klóm og fara fram á tæplega tíu milljón bresk sterlingspund í starfslokagreiðslu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Enski boltinn

Fellaini lét hárið fjúka

Auglýsing

Nýjast

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Þungur róður hjá Selfossi

Valur fór ansi illa með Hauka

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Auglýsing