Orðaskipti Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara ÍBV í knattspyrnu og Guðjóns Péturs Lýðssonar, leikmanns ÍBV á meðan að leik ÍBV og ÍA í Bestu deild karla stóð virtust vera nokkuð harkaleg ef marka má myndband sem náðist af atvikinu.

Atvikið átti sér stað þegar að Hermann ákveður að taka Guðjón af velli í umræddum leik sem endaði með markalausu jafntefli.

Einhver orðaskipti áttu sér stað milli þeirra og það endaði með því að þeir voru komnir haus í haus á hliðarlínunni.

Gengi ÍBV í Bestu deildinni hingað til hefur ekki verið nægilega gott. Eyjamenn hafa ekki unnið leik í deildinni og sitja í næst neðsta sæti með 3 stig eftir sjö umferðir.