Liam Gallagher, jafnan kenndur við hljómsveitina Oasis og Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Sky Sports, fóru í hár saman á samfélagsmiðlum þegar að úrslitin réðust í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Liam styður Manchester City sem tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og hann nýtti tækifærið til þess að skjóta á Carragher.

Þessi óútreiknanlegi tónlistarmaður var ansi virkur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann setti inn færslu og sagði Carragher ekki starfi sínu vaxinn og óhæfann (e.bellend).

Gera má ráð fyrir því að Liam hafi verið að fylgjast með útsendingu Sky Sports frá lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og það leið ekki á löngu þangað til að Carragher var búinn að svara honum.

,,Ég segi að þið (Manchester City) munið aldrei vinna Meistaradeildina og að Oasis er glötuð hljómsveit samanborið við Bítlana. Virkar það fyrir þig?" stóð í svari Carraghers til Liam.

Liam lét ekki segjast til og sagði Carragher búa yfir lélegur skítasti ,,miðað við að þú ert scouser. Þú ert búinn að hanga of lengi með Neville. Skýtur á Oasis en hversu oft spiluðu Bítlarnir á Knebworth?"