Evrópu­meistara­mótið í hóp­fim­leikum fer fram í Lúxem­borg um helgina og fóru ís­lensku lands­liðin í ung­linga-, karla- og kvenna­flokki út í gær til að hefja sinn loka­undir­búning fyrir mótið um helgina. Kvenna­lands­lið Ís­lands á titil að verja eftir að liðið varð Evrópu­meistari í fyrra. Venja er að tvö ár líði á milli móta en vegna far­aldursins þarf Ís­land að verja sinn titil strax í ár.

Á leiðinni út í gær bárust blaða­mönnum hins vegar fregnir af því að Kol­brún Þöll Þorra­dóttir, stiga­hæsti keppandi kvenna­liðsins í fyrra, væri ekki með í för þar sem hún sleit hásin á síðustu æfingu liðsins fyrir brott­för.

Kol­brún greindi sjálf svo frá meiðslunum á sam­fé­lags­miðlum í gær­kvöldi en sem fyrr segir flaug hún ekki út með liðinu í gær.

„Seinasta æfingin fyrir EM fór því miður ekki eins og ég ætlaði mér… hásinin var ekki alveg með mér í liði og á­kvað að gefa sig kvöldið fyrir brott­­för. Hlakka til að sjá stelpurnar mínar blómstra og upp­­skera í Luxem­borg og styðja við þær á hliðar­línunni,“ skrifaði Kol­brún.

Kol­brún er ein reynslu­mesta lands­liðs­konan í kvenna­lands­liðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur fengið það hlut­verk á síðustu stór­mótum að loka öllum stökk­um­ferðum liðsins en erfið­leikinn þarf að fara stig­vaxandi með hverju stökkinu.

Kol­brún keppti með eitt erfiðasta stökk Evrópu­mótsins í fyrra er hún gerði tvö­falt heljar­stökk með beinum líkama og þre­faldri skrúfu. Það er ljóst að þjálfarar lands­liðsins þurfa að nú að reyna finna bestu leiðina til að fá sem flest stig úr í liðinu í fjar­veru Kol­brúnar.

Kolbrún var einnig valin fimleikakona ársins fyrir árangur með félagsliði og landsliði í fyrra.