Ríkjandi Íslandsmeistararnir í Selfoss máttu sætta sig við sex marka tap 33-27 gegn Malmö í EHF-bikarnum í dag.

Um er að ræða annað stig undankeppninnar fyrir EHF-bikarinn í vetur.

Selfyssingar héldu í við Malmö framan af leiks og var staðan 17-17 í hálfleik í Svíþjóð.

Selfyssingum tókst ekki að halda í við sænska liðið þegar líða tók á seinni hálfleikinn og fagnaði Malmö sex marka sigri.

Liðin mætast á ný um næstu helgi.