Enski boltinn

Slakir United-menn færðu Man City enska titilinn

Manchester City er enskur meistari í fimmta sinn í sögu félagsins eftir að Manchester United mistókst að vinna West Brom um helgina. Eftir erfiða viku þar sem liðið tapaði þremur leikjum í röð geta City-menn tekið gleði sína á ný.

Þetta er góður efniviður, Guardiola, De Bruyne og Jesus ganga af velli á Wembley um helgina. Fréttablaðið/Getty

Stuðningsmenn Manchester City þurftu ekki að lifa við svekkelsi lengi eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð og fallið úr leik í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Félaginu mistókst að tryggja sér enska meistaratitilinn á heimavelli gegn erkifjendunum á dögunum en það reyndist aðeins töf á því óumflýjanlega því City-menn eru meistarar aðeins viku síðar.

Áttu þeir eflaust von á því að sigur  gegn Swansea um næstu helgi yrði það sem myndi koma titlinum á Etihad-völlinn en ekki að United myndi misstíga sig gegn lélegasta liði deildarinnar á heimavelli eins og reyndist í gær.

Sluppu  við vafasamt met

Manchester City fékk krefjandi verkefni upp í hendurnar strax eftir að hafa dottið út úr Meistaradeild Evrópu. Eftir að hafa aðeins tapað tveimur leikjum á átta mánuðum komu þrír tapleikir í röð. Tveir þeirra gegn Liverpool og einn gegn Manchester United.

Andstæðingurinn var Tottenham sem hafði unnið síðustu tvo heimaleiki gegn City og var það raunhæfur möguleiki að City myndi tapa fjórum í röð. Hefði það verið í fyrsta sinn á ferli Pep Guardiola sem lið undir hans stjórn tapar fjórum leikjum í röð.

Allar efasemdir virtust kveðnar niður snemma leiks, mörk frá Gabriel Jesus og Ilkay Gundogan komu City í góða stöðu og fékk Raheem Sterling enn einn leikinn fjölda færa til að klára einvígið en rangar ákvarðanir komu honum í koll eins og í fyrri leikjunum.

Christian Eriksen minnkaði muninn en Raheem Sterling bætti við marki fyrir gestina um miðbik seinni hálfleiks og gerði út um leikinn og kom um leið í veg fyrir að City myndi tapa fjórum leikjum í röð. Metið stendur því enn hjá Guardiola sem hefur aldrei tapað fjórum leikum í röð.

Önnur met í augsýn

Nú er ljóst að Manchester City vinnur tvöfalt á öðru tímabili Guardiola með félagið. Enski deildarbikarinn er skemmtileg viðbót en þeim spænska tókst að landa öðrum af stóru titlunum sem í boði eru með enska meistaratitlinum.

Guardiola var fenginn til City til að skapa sigurhefð og skapa lið sem gæti gert atlögu að Meistaradeild Evrópu. Hefur honum mistekist það í tvígang og eftir að hafa óvænt fallið úr leik í enska bikarnum fyrr í vetur er að litlu að keppa næstu vikurnar fyrir ensku meistarana.

City á fimm leiki eftir og eru nokkur met í ensku úrvalsdeildinni innan seilingar. Þarf liðið að vinna þrjá leiki af fimm til að bæta stigamet deildarinnar í 38 leikja deild, met sem Chelsea setti undir stjórn Jose Mourinho árið 2005.

Chelsea á einnig metið yfir flest mörk á heilu tímabili þegar liðsmenn Chelsea skoruðu 103 mörk er þeir unnu enska meistaratitilinn 2010. Vantar Manchester City ellefu mörk í fimm leikjum til að bæta met Chelsea en nýkrýndu Englands-meistararnir eru búnir að skora að meðaltali tæplega þrjú mörk í leik.

Þá getur Manchester City slegið aðeins ársgamalt met Chelsea sem fráfarandi enskir meistarar settu undir stjórn Antonio Conte í fyrra. Chelsea setti met er félagið vann 30 leiki en City hefur unnið 28 leiki þegar fimm umferðir eru eftir.

Komnir til að vera

Það skyldi engan undra að Man­chester City verði sterkara á næsta tímabili. Kjarni liðsins er á besta aldri og fær Guardiola eflaust nægan pening til að reyna að koma liðinu yfir þröskuldinn í Meistaradeild Evrópu.

Gera atlögu að eina titlinum sem Manchester City vantar í titlaskápinn og titlinum sem Guardiola var ráðinn til að ná í.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Fótbolti

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Enski boltinn

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing