Handbolti

Slagurinn um Hafnarfjörð í kvöld

Fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta lýkur með tveimur leikjum í kvöld. Annars vegar er það Hafnarfjarðarslagur Hauka og FH og hins vegar halda Selfyssingar í Austurberg og mæta ÍR.

FH mætir Haukum í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fréttablaðið/Eyþór

Það eru tveir leikir á dagskrá Olísdeildar karla í hanbolta í kvöld, en þar með lýkur fyrstu umferð deildarinnar. FH sem laut í lægra haldi fyrir ÍBV í úrslitum deildarinnar síðasta vor mætir með breytt lið á Ásvelli og leikur við erkifjendur sína, Hauka, sem spáð er góðu gengi í deildinni í vetur. 

FH missti fjóra lykilleikmenn frá síðasta vetri í sumar og þurfti því að fá til sín nýja sveit í stað þeirra leikmanna sem staðið hafa vaktina með sóma síðustu ár, en söðluðu um og héldu utan eftir síðasta keppnistímabil. 

Á meðan hafa Haukar haldið flestum sínum sterkustu vopnum fyrir utan það beittasta reyndar, Björgvin Pál Gústavsson, sem hélt til Skjern í Danmörku og freistar þess að hjálpa liðinu að verja titil sinn. Þá hélt 

Hákon Daði Styrmisson sem Björgvin Páll fann æði oft í hraðaupphlaupum Hauka fór á nýjan leik til Vestmannaeyja. Þess í stað er Grétar Ari Guðjónsson kominn aftur á heimahagana, auk þess sem Haukar hafa endurheimt einn af sínum dáðustu sonum, Ásgeir Örn Hallgrímsson. 

Hins vegar fer Selfoss, sem var spútníklið síðasta veturs, í Austurbergið og mætir ungu og efnilegu liði ÍR sem hefur einnig innan sinna herbúða nokkra gamla refi. ÍR hefur bætt við sig fleir ungum og efnilegum leikmönnum auk þess að fá Stephen Nielsen í markið, en Selfoss mætir með svipaða sveit frá síðustu leiktíð.

Selfoss missti reyndar Teit Örn Einarsson í Íslendingasamfélagið í Kristianstad, en hann mun leika með ríkjandi sænskum meisturum á komandi keppnistímabili.   

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í fyrstu umferðinni, en Fram og Grótta sem spáð var um miðja deild eða í fallbaráttu náðu í stig gegn Val og ÍBV sem talið er að berjist muni í efri hluta deildarinnar. 

Það er spurning hvort Hafnarfjarðarliðið fari með montréttinn í skóla, vinnustaði og aðra samkomustaði á morgun og hvort ÍR eða Selfoss stimpli sig betur inn í deildina. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Þrír sigrar í röð hjá Stjörnunni

Handbolti

Þungur róður hjá Selfossi

Handbolti

Valur fór ansi illa með Hauka

Auglýsing

Nýjast

Valur krækti í tvo öflulega leikmenn

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Auglýsing