Það hitnaði heldur betur í kolunum á Old Trafford, heimavelli Manchester United í gær er heimamenn tóku á móti Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sýnir hvernig tveir fullorðnir karlmenn hófu að slást.

Leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna í Brighton sem náðu í þrjú stig í því sem var fyrsti heimaleikur Manchester United undir stjórn Erik ten Hag í ensku úrvalsdeildinni.

Þegar að mennirnir tóku að slást reyndu nærstaddir að grípa inn í og stía þá í sundur. Óljóst er hvað olli barningnum þeirra á milli.

Það var Pascal Groß, leikmaður Brighton sem kom liðinu tveimur mörkum yfir með mörkum á 30. og 39. mínútu.

Þannig stóðu leikar þar til á 68. mínútu þegar að Alexis Mac Allister varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því orðin 2-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð og því voru það gestirnir frá Brighton sem fóru með sigur af hólmi