Handbolti

Slæmt tap gerði mögulega út um vonir um HM

Íslenkska kvennalandsliðið í handbolta fékk slæman skell þegar liðið mætti Makedóníu í undankeppni HM 2019 í Skopje í dag. Þar af leiðandi eru vonir um að komast í umspil um sæti í lokakeppni mótsins mögulega orðnar að engu.

Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæsti í tapi íslenska liðsins í dag.

Ísland tapaði 29-21 þegar liðið mætti Makedóníu í annarri umferð í undankeppni HM 2019 í Skopje í dag. Þar með er ólíklegt að liðið komist í umspil um sæti í lokakeppni mótsins. 

Makedónska liðið komst fljótlega í örugga forystu og þegar yfir lauk skildu níu stig liðin að. 

Makedónía er taplaust á toppi riðilsins og á sigur gegn Tyrklandi nánast vísan þegar liðið mætir Tyrklandi í lokaumferð riðilsins á morgun. 

Ísland á hins vegar enn möguleika á að vera með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum fjórum, en takist liðinu að gera það fer það í umspil um laust sæti á HM.  

Arna Sif Pálsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir voru markahæstar hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor. 

Helena Rut Örvarsdóttir, Andrea Jacobsen, Eva Björk Davíðsdóttir og Thea Imani Sturludóttir skoruðu síðan tvö mörk hver

Ísland sem hafði betur gegn Tyrklandi í gær mætir Aserbaídsjan í lokaumferðinni á morgun.

Tengdar fréttir

Handbolti

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Handbolti

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Auglýsing