Tenniskappinn Nick Kyrgios hefur skotið á móthaldara Wimbledon vegna reglna um klæðaburð á þessu risamóti.

Það eru strangar reglur um klæðaburð á mótinu. Keppendur þurfa að klæðast hvítu í öllum viðureignum.

„Mig langar auðvitað helst að vera í öllu svörtu,“ sagði Kyrgios við Reuters. „Ég held samt að það sé ekki að fara að breytast,“ bætti hann við.

Kyrgios segir að hann myndi vilja sjá Wimbledon leyfa keppendum á Wimbledon að klæðast einhverju sem ekki er hvítt við fötin sem þeir eru í á mótinu en er ekki bjartsýnn á að svo verði . „Það væri töff ef svört svitabönd eða slíkt yrðu leyfð, það yrði töff. En auðvitað er Wimbledon sama um hvað er töff. Ég held að þetta muni aldrei breytast.“

Wimbledon hefst í dag og mun standa yfir næstu tvær vikur.