Þetta kristallast í því að nú þegar ellefu umferðir hafa verið spilaðar í ensku úrvalsdeildinni hefur Arsenal tekist að skora jafnmörg mörk úr föstum leikatriðum það sem af er tímabils eins og liðinu tókst allt síðasta tímabil eða alls sex mörk talsins.

Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ásamt andstæðingum sínum um helgina, Liverpool, þegar skoðuð eru skoruð mörk úr föstum leikatriðum.

Jover var gagngert fenginn til félagsins til þess að taka á vandamáli Arsenal sem fólst í því að nýta þau tækifæri sem felast í föstum leikatriðum.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal starfaði með Jover á sínum tíma hjá Manchester City. Jover hafði verið hjá Manchester City síðan árið 2019 og starfað þar undir stjórn knattspyrnustjórans Pep Guardiola.

,,Þekking hans getur gagnast okkur virkilega mikið. Föst leikatriði eru mikilvægur hluti af leiknum," sagði Arteta er tilkynnt var um ráðningu Jover síðasta sumar.

Rúmlega helmingur marka Arsenal á tímabilinu hefur komið úr föstum leikatriðum og veikleiki liðsins á síðasta tímabili virðist nú vera orðinn að styrkleika á núverandi tímabili.

Árangur Jover talar fyrir sig. Á hans fyrsta tímabili í þjálfarateymi Manchester City skoraði liðið fleiri mörk en öll önnur lið í ensku úrvalsdeildinni og fékk á sig næst fæst mörk úr föstum leikatriðum. Svipaðir hlutir voru uppi á hans seinna tímabili með liðinu.