Arsenal vann 3-0 sigur á Rennes í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og fara Skytturnar því áfram eftir 4-3 sigur samanlagt í einvíginu.

Skytturnar hófu leikinn af krafti á heimavelli sínum og komust 2-0 yfir á upphafsmínútum leiksins. Pierre-Emerick Aubameyang bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Arsenal í seinni hálfleik.

Rennes ógnaði marki Arsenal á lokamínútum leiksins í leit að marki sem myndi knýja fram framlengingu en tókst ekki að finna leið framhjá Petr Cech.

Á sama tíma vann Villareal 2-1 sigur á Zenit frá Pétursborg og Frankfurt sló ítalska stórveldið Inter út eftir 1-0 sigur á Ítalíu.

Framlengja þurfti leik Sevilla og Slavia Prague og leik Benfica og Dynamo Zagreb.