Markmiðið var að styrkja ákveðin svæði innan KSÍ en einnig finna leiðir til að bæta önnur atriði og koma með úrræði eða mæla með lausnum fyrir félög. Veður setti strik í reikninginn með tímann sem við höfðum og náðum ekki að setjast yfir allt með öllum en tel ég að við höfum tekið góð skref yfir þennan stutta tíma saman," segir Grétar í upphafi skýrslu sinnar sem starfsfólk KSÍ fékk en hún telur átján blaðsíður.
Í upphafi skýrslunnar skrifar Grétar um hvað skal gera til að hefja uppbyggingu.
„Ég legg alltaf ríka áherslu á grunninn, þar nærðu að byggja til framtíðar og allir sem vinna í verkefninu sjá breytingar og bætingar. Þegar allir vita hver grunnurinn er þá er auðveldara að leita þangað aftur þegar mistök hafa átt sér stað. Það tekur tíma að byggja upp gott hús og mikilvægt að skella ekki þakplötum og stromp á þegar við erum á byrjunarreit.“
Samantekt um vinnu Grétars:
Grétar Rafn einbeitti sér að því að vinna eftir settum tímaramma og með því styrkja starf KSÍ með því að kynna til leiks aðferðir sem myndu bæta umhverfi þjálfara á meðan á samstarfinu stóð sem og að kynna aðferðir til að bæta hugarfar og skipulagningu liða.
- Hudl bætt við vinnuferli þjálfara KSÍ og kynna fyrir félögum kostina við það.
- Aðstoða við ráðningu á aðstoðarþjálfara með breytta tíma í huga.
- High Performance kúltúr fyrir einstaklinga og starfsfólk.
- Skipulagningu í kringum landsliðshópa og kynna succession plan og scouting.
- Búa til data fyrir yngri flokka með hjálp Wyscout
- Styrkja það starf sem hafið hefur verið með stefnumótun KSÍ
Hér fyrir neðan verður farið ítarlega yfir hvern lið fyrir sig
Ráðning á aðstoðarmanni Arnars:
Grétar kom inn í það starf að ráða aðstoðarmann Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í upphafi árs og útskýrir ráðninguna á Jóhannesi Karli Guðjónssyni svona:
„Landsliðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og sú staða komið upp, sökum þess að dýpt á leikmönnum í íslenskum fótbolta með gæði er mjög grunn, að leikmenn hafa þurft að taka við keflinu mun fyrr en venjulega.
Þessir leikmenn eru að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku og eru að berjast fyrir því að vera í aðalliðs hóp, ef ekki í liðinu sjálfu. Margir eru að lenda inn á milli aðal- og unglingaliða þar sem það er krefjandi fyrir lið að gefa þeim allt sem þeir þurfa. Landsliðið hefur þurft að breyta sinni hegðun til að styðja við þennan nýja hóp og hefur Jóhannes styrkt þetta ferli.
Jóhannes Karl hefur með fagmennsku og dugnaði haft jákvæð áhrif á mjög ungt lið þar sem leikmenn eru á misjöfnum stöðum á ferlinum og mikilvægt að skipuleggja vel þær upplýsingar sem eru gefnar.“

Verkefni um High Performance:
Eitt af því sem Grétar gerði var að koma með kerfi sem greinir einstaklinga, hverjir þeir eru og hvert ferð þeirra er heitið.
„Ég nota þetta til að setja ákveðinn byrjunarreit fyrir einstaklinga sem svo verða partur af liði. Hefur þetta einnig nýst vel þegar það kemur að starfsfólki, enda er það oftast starfsfólk sem gleymist þegar fókusinn er stöðugt á leikmönnum. Þetta er góð leið til að nota sem byrjunarpunkt á tímabili og partur af mati á frammistöðu starfsmanns sem svo er tekið fyrir í gegnum tímabilið," skrifar Grétar og notar mælistiku í kynningu sinni.
„Mælistikan er notuð hugrænt til að sjá hvar byrjunarreiturinn er, hvernig lítur fullkomnun út eða hver er best/ur og hvaða hugarfar og hvaða hegðunar/hugarfars breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að færa þig einn millimetra og hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til að færast sentimetra.
Persónuleg þróun er alltaf mikilvæg og gott að fá að vita í hverju starfsfólk eða leikmenn vilja bæta sig í og hvað þau eru að gera í augnablikinu til þess. Hvernig félagið og umhverfið getur hjálpað myndar tengingu á milli félags og starfsfólks. Námskeið, vinnustofa eða tími sem er fókuseraður á bætingu hefur gefið góð afköst.“

Grétar Rafn heldur svo áfram og útskýrir hvernig nota megi hlutina til að ræða við leikmenn og starfsmenn.
„Mín skilgreining er sú að High Performance er hugarfar og hegðun dags daglega, þá gera allir eitthvað sem flokka mætti sem High Performance hegðun og hugarfar. Þau bestu eru betri í að hafa gæði í sínu hugarfari, hegðun sem og stöðugleika. Þetta einkennir einstaklinga sem vinna á toppnum ár eftir ár.
Að fá einstaklinga til að hugsa og rita niður hvað bestu einstaklingar og lið heims gera í sínum geira, sjá svo að það er ekkert á þessum lista sem einstaklingarnir gera ekki nú þegar hefur alltaf jákvæð áhrif á hóp.“
Skipulag hefur áhrifa á stefnuna:
Grétar leggur til að þjálfarar hjá KSÍ teikni upp sitt drauma byrjunarlið, þegar það er tekið út skal stilla upp næstu ellefu sem koma ættu í þeirra stað og svo koll af kolli.
„Partur af starfinu hjá KSÍ var að kynna nýjar leiðir og koma með hugmyndir sem gætu nýst í þeirra vinnu. Breidd leikmannahóps sem og framtíðarhorfur hans er stór hluti af skipulagningu og hefur áhrif á hvaða stefna er tekin," skrifar Grétar og bendir á hvað það getur reynst mikilvægt.“
„Nýlega sáum við mikilvægi þess að plana til lengri tíma og lið eiga að draga lærdóm af því sem gerðist hjá A landsliði karla. Að þurfa að fara úr því að vera eitt elsta karlalandslið Evrópu í það að vera eitt af þeim yngstu á gífurlega stuttum tíma hefur mjög mikil áhrif á skammtíma úrslit og býr til neikvætt umhverfi.
Væntingastjórnun verður erfið og skoðanir ekki lengur byggðar á þekkingu og reynslu heldur verða skoðanir persónulegar og dýpt umræðu verður engin. Það er mikilvægt að hafa alltaf auga á því sem getur gerst næst og það eru bara til ákveðið margir leikmenn.

Bæði karla og kvenna landslið okkar eru með ung A landslið, það gerir það að verkum að val í A landslið mun hafa áhrif á val hjá öllum landsliðum fyrir neðan. Til að hafa auga á “what if?” scenarios er mikilvægt að spyrja réttra spurninga þegar það er ró.
Svona plan mun gera öllum grein fyrir þvi hvar efnilegustu leikmenn okkar eru og hvað hentar þeim . Það mun gera þjálfurum kleift að sjá hugsana fræði þjálfara í aldurshópum í kring og yfirsýn með hvað riðlast í kring þegar tilteknir leikmenn eru valdir," segir Grétar.
Fleiri áhugaverður punktar úr samantekt Grétars birtast í Fréttablaðinu á næstu dögum.