Hörður Snævar Jónsson
Laugardagur 24. desember 2022
08.00 GMT

Mark­miðið var að styrkja á­kveðin svæði innan KSÍ en einnig finna leiðir til að bæta önnur at­riði og koma með úr­ræði eða mæla með lausnum fyrir fé­lög. Veður setti strik í reikninginn með tímann sem við höfðum og náðum ekki að setjast yfir allt með öllum en tel ég að við höfum tekið góð skref yfir þennan stutta tíma saman," segir Grétar í upp­hafi skýrslu sinnar sem starfs­fólk KSÍ fékk en hún telur á­tján blaðsíður.

Í upp­hafi skýrslunnar skrifar Grétar um hvað skal gera til að hefja uppbyggingu.

„Ég legg alltaf ríka á­herslu á grunninn, þar nærðu að byggja til fram­tíðar og allir sem vinna í verk­efninu sjá breytingar og bætingar. Þegar allir vita hver grunnurinn er þá er auð­veldara að leita þangað aftur þegar mis­tök hafa átt sér stað. Það tekur tíma að byggja upp gott hús og mikil­vægt að skella ekki þak­plötum og stromp á þegar við erum á byrjunar­reit.“

Saman­tekt um vinnu Grétars:

Grétar Rafn einbeitti sér að því að vinna eftir settum tíma­ramma og með því styrkja starf KSÍ með því að kynna til leiks að­ferðir sem myndu bæta um­hverfi þjálfara á meðan á sam­starfinu stóð sem og að kynna að­ferðir til að bæta hugar­far og skipu­lagningu liða.

  • Hudl bætt við vinnu­ferli þjálfara KSÍ og kynna fyrir fé­lögum kostina við það.
  • Að­stoða við ráðningu á að­stoðar­þjálfara með breytta tíma í huga.
  • High Per­for­mance kúltúr fyrir ein­stak­linga og starfs­fólk.
  • Skipu­lagningu í kringum lands­liðs­hópa og kynna succession plan og scouting.
  • Búa til data fyrir yngri flokka með hjálp Wyscout
  • Styrkja það starf sem hafið hefur verið með stefnu­mótun KSÍ

Hér fyrir neðan verður farið ítarlega yfir hvern lið fyrir sig

Ráðning á að­stoðar­manni Arnars:

Grétar kom inn í það starf að ráða að­stoðar­mann Arnars Þórs Viðars­sonar, landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í upp­hafi árs og út­skýrir ráðninguna á Jóhannesi Karli Guð­jóns­syni svona:

„Lands­liðið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og sú staða komið upp, sökum þess að dýpt á leik­mönnum í ís­lenskum fót­bolta með gæði er mjög grunn, að leik­menn hafa þurft að taka við keflinu mun fyrr en venju­lega.

Þessir leik­menn eru að taka sín fyrstu skref í at­vinnu­mennsku og eru að berjast fyrir því að vera í aðal­liðs hóp, ef ekki í liðinu sjálfu. Margir eru að lenda inn á milli aðal- og ung­linga­liða þar sem það er krefjandi fyrir lið að gefa þeim allt sem þeir þurfa. Landsliðið hefur þurft að breyta sinni hegðun til að styðja við þennan nýja hóp og hefur Jóhannes styrkt þetta ferli.

Jóhannes Karl hefur með fag­mennsku og dugnaði haft já­kvæð á­hrif á mjög ungt lið þar sem leik­menn eru á mis­jöfnum stöðum á ferlinum og mikil­vægt að skipu­leggja vel þær upp­lýsingar sem eru gefnar.“

Jóhannes Karl Guðjónsson var ráðinn aðstoðarmaður Arnars Þórs
Fréttablaðið/Ernir

Verk­efni um High Per­for­mance:

Eitt af því sem Grétar gerði var að koma með kerfi sem greinir ein­stak­linga, hverjir þeir eru og hvert ferð þeirra er heitið.

„Ég nota þetta til að setja ákveðinn byrjunar­reit fyrir ein­stak­linga sem svo verða partur af liði. Hefur þetta einnig nýst vel þegar það kemur að starfs­fólki, enda er það oftast starfs­fólk sem gleymist þegar fókusinn er stöðugt á leik­mönnum. Þetta er góð leið til að nota sem byrjunar­punkt á tíma­bili og partur af mati á frammistöðu starfs­manns sem svo er tekið fyrir í gegnum tíma­bilið," skrifar Grétar og notar mæli­stiku í kynningu sinni.

„Mæli­stikan er notuð hug­rænt til að sjá hvar byrjunar­reiturinn er, hvernig lítur full­komnun út eða hver er best/ur og hvaða hugar­far og hvaða hegðunar/hugar­fars breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að færa þig einn milli­metra og hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað til að færast senti­metra.

Per­sónu­leg þróun er alltaf mikil­væg og gott að fá að vita í hverju starfs­fólk eða leik­menn vilja bæta sig í og hvað þau eru að gera í augna­blikinu til þess. Hvernig fé­lagið og um­hverfið getur hjálpað myndar tengingu á milli fé­lags og starfs­fólks. Nám­skeið, vinnustofa eða tími sem er fókuseraður á bætingu hefur gefið góð af­köst.“

Úr leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Grétar Rafn heldur svo á­fram og út­skýrir hvernig nota megi hlutina til að ræða við leik­menn og starfs­menn.

„Mín skil­greining er sú að High Per­for­mance er hugar­far og hegðun dags dag­lega, þá gera allir eitt­hvað sem flokka mætti sem High Per­for­mance hegðun og hugar­far. Þau bestu eru betri í að hafa gæði í sínu hugar­fari, hegðun sem og stöðug­leika. Þetta ein­kennir ein­stak­linga sem vinna á toppnum ár eftir ár.

Að fá ein­stak­linga til að hugsa og rita niður hvað bestu ein­staklingar og lið heims gera í sínum geira, sjá svo að það er ekkert á þessum lista sem ein­staklingarnir gera ekki nú þegar hefur alltaf já­kvæð á­hrif á hóp.“

Skipu­lag hefur á­hrifa á stefnuna:

Grétar leggur til að þjálfarar hjá KSÍ teikni upp sitt drauma byrjunar­lið, þegar það er tekið út skal stilla upp næstu ellefu sem koma ættu í þeirra stað og svo koll af kolli.

„Partur af starfinu hjá KSÍ var að kynna nýjar leiðir og koma með hug­myndir sem gætu nýst í þeirra vinnu. Breidd leikmannahóps sem og framtíðarhorfur hans er stór hluti af skipu­lagningu og hefur á­hrif á hvaða stefna er tekin," skrifar Grétar og bendir á hvað það getur reynst mikil­vægt.“

„Ný­lega sáum við mikil­vægi þess að plana til lengri tíma og lið eiga að draga lær­dóm af því sem gerðist hjá A lands­liði karla. Að þurfa að fara úr því að vera eitt elsta karla­lands­lið Evrópu í það að vera eitt af þeim yngstu á gífur­lega stuttum tíma hefur mjög mikil á­hrif á skamm­tíma úr­slit og býr til nei­kvætt um­hverfi.

Væntinga­stjórnun verður erfið og skoðanir ekki lengur byggðar á þekkingu og reynslu heldur verða skoðanir per­sónu­legar og dýpt um­ræðu verður engin. Það er mikil­vægt að hafa alltaf auga á því sem getur gerst næst og það eru bara til á­kveðið margir leik­menn.

Úr leik íslenska kvennalandsliðsins
©Anton Brink 2022

Bæði karla og kvenna lands­lið okkar eru með ung A lands­lið, það gerir það að verkum að val í A lands­lið mun hafa á­hrif á val hjá öllum lands­liðum fyrir neðan. Til að hafa auga á “what if?” scenarios er mikil­vægt að spyrja réttra spurninga þegar það er ró.

Svona plan mun gera öllum grein fyrir þvi hvar efni­legustu leik­menn okkar eru og hvað hentar þeim . Það mun gera þjálfurum kleift að sjá hugsana fræði þjálfara í aldurs­hópum í kring og yfir­sýn með hvað riðlast í kring þegar til­teknir leik­menn eru valdir," segir Grétar.

Fleiri á­huga­verður punktar úr saman­tekt Grétars birtast í Frétta­blaðinu á næstu dögum.

Athugasemdir