Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari Ís­lands segir að það muni aldrei ganga til lengdar að fram­herjinn Berg­lind Björg Þor­valds­dóttir, leik­maður Paris Saint-Germain í Frakk­landi, sé ekkert að spila hjá fé­laginu.

Berg­lind Björg gekk til liðs við franska liðið á síðasta ári en tæki­færin þar hafa verið af afar skornum skammti undan­farið.

Leik­maðurinn hefur í raun verið í frysti­kistunni hjá lands­liðinu en er þrátt fyrir það í lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir komandi verk­efni liðsins á æfinga­mótinu Pinatar Cup á Spáni.

Þor­steinn segir stöðu Berg­lindar ekki góða.

„Það er alveg ljóst og gengur ekki enda­laust að leik­maður sé ekkert að spila,“ segir Þor­steinn í sam­tali við Frétta­blaðið.

Sóknar­maðurinn Ólöf Sig­ríður Kristins­dóttir, leik­maður Þróttar Reykja­víkur er ný í lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir Pinatar Cup og Þor­steinn segir það að hluta til tengjast stöðu Berg­lindar hjá PSG.

„Partur af því að ég vel Ólöfu Sig­ríði er sú stað­reynd að við þurfum að horfa fram í tímann með það að hugsan­lega ef Berg­lind spilar ekki neitt næstu 12 mánuði þá mun það aldrei ganga.