Ed Woodward framkvæmdastjóri Manchester United er ekki í miklum metum hjá þorra stuðningsmanna liðsins. Nokkrir stuðningsmenn Manchester United sýndu óánægju í verki með því að fara að heimili Woodward í gærkvöldi og kasta logandi blysum að heimili stjórnarformannsins.

Stuðningsmennirnir hrópuðu sífellt að þeir óskuðu þess að Woodward myndi láta lífið en söngvar í þá veruna hafa heyrst á leikjum Manchester United undanfarið. Woodward og fjölskylda hans voru ekki heima þegar mótmælin stóðu yfir að sögn enskra fjölmiðla.

Skipulögð hafa verið mótmæli fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United, á heimaleikjum liðsins undanfarið. Ekki ríkir ánægja með stefnu félagsins undir stjórn Glazier-fjölskyldunnar og hefur reiðin aðallega beinst að Woodward sem stýrir daglegum rekstri félagsins.

Þá hafa stuðningsmenn ákveðið að ganga út af leik Manchester United gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi. Sú aðgerð verður framkvæmd á 58. mínútu leiksins en það er gert til þess að minnast um leið að árið flugslyssins í München árið 1958 þar sem átta leikmenn Manchester United létu lífið og þrír starfsmenn félagsins.

Manchester United sendi frá sér tilkynninngu um atburði gærkvöldsins.

„Knatt­spyrnu­fé­lag­ið Manchester United fékk í kvöld upplýsingar um atburðarrás sem átti sér stað fyr­ir utan heim­ili eins starfs­manns félagsins. Við erum viss um að knatt­spyrnu­samfélagið mun aðstoða okkur og lög­reglu­yf­ir­völd­ í Manchester í leitinni að söku­dólg­um þess­arar ljótu árásar.

Hver sá sem fund­inn verður sek­ur um ólöglegt at­hæfi eða hafa verið í leyfisleysi á einkalóð verður sett­ur í lífstíðarbann hjá fé­lag­inu og get­ur þar að auki átt von á ákæru fyrir háttsemi sína.

Stuðnings­menn eiga rétt á því að koma á framfæri skoðun sinni á félaginu en að vinna skemmd­ar­verk og ógna lífi manna er allt annars eðlis. Það er ekk­ert sem af­sak­ar þessa framkomu.“