Valur laut í lægra haldi 31-24 þegar liðið mætti sænska liðinu Skuru IK í seinni leik liðanna í fyrstu umferð í EHF-bikarnum í handbolta kvenna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Valskonur fóru með eins marks sigur af hólmi í fyrri leiknum á sama stað á föstudagskvöldið síðastliðið og af þeim sökum fer sænska liðið áfram í aðra umferð en Valur er úr leik.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði mest fyrir Val eða átta mörk talsins og Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom næst með sex mörk.

Íris Björk Símonardóttir varði vel í marki Vals en fyrrverandi liðsfélagi hennar Eva Björk Davíðsdótt­ir, leikmaður Skuru, komst ekki á blað hjá sænska liðinu í kvöld.