Alexander Albon hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Formúlu 1 lið Williams. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Williams.

Albon er á sínu fyrsta tímabili með liðinu og hefur gert afar vel við erfiðar aðstæður.

Þessi 26 ára gamli ökumaður hóf feril sinn í Formúlu 1 með Toro Rosso. Þaðan fór hann til Red Bull Racing þar sem hann stóðst ekki undir væntingum.

Fyrir yfirstandandi tímabil gekk hann til liðs við Williams. Red Bull hafði kost á því að kalla hann aftur til sín fyrir næsta tímabil en nú er orðið ljóst að liðið mun ekki gera það.

Nokkuð líklegt þykir hins vegar að Albon muni fá nýjan liðsfélaga fyrir næsta tímabili. Núverandi liðsfélagi hans, Kanadamaðurinn Nicholas Latifi hefur ekki staðið undir væntingum.