Portúgalinn Daniel Carriço sem hefur leikið um árabil með Sevilla samþykkti að ganga til liðs við Wuhan Zall á dögunum.

Kínverska deildin liggur niðri í ljósi útbreiðslu COVID-19 veirunnar sem á rætur sínar að rekja til Wuhan.

Búið er að aflýsa HM í frjálsum sem átti að fara fram í Kína sem og kappakstrinum í Formúlu 1 í Kína en óvíst er hvenær knattspyrnudeildin hefst á ný.

Það kom ekki í veg fyrir að Carriço sem á að baki einn landsleik fyrir Portúgal samþykkti að ganga til liðs við félagið.