Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri karlaliðs Ajax í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2023.

Ten Hag hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Tottenham Hotspur en enska félagið er í stjóraleit eftir að hafa sagt José Mourinho upp störfum á döunum. were thought to be interested in talking to over their vacant manager's job.

Julian Nagelsmann, sem einnig hefur verið nefndur til sögunnar þegar velt er vöngum um næsta stjóra Tottenham Hotspur samdi núverið við Bayern München.

Þá hefur Brendan Rodgers, sem talið er að sá á lista hjá forráðamönnum, sagt opinberlege að hann sé sáttur í herbúðum Leicester City.

Ryan Mason mun stýra Tottenham Hotspur út yfirstandandi leiktíð en ekki er talið líklegt að Mason fái starfið til frambúðar.