Yfir­völd í Íran neita að veita fjölskyldu Mehran Samak, 27 ára Írana sem skotinn var til bana af öryggis­sveitum íranska ríkisins fyrir að fagna ó­sigri Íran gegn Banda­ríkjunum á Heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu, tækifæri til þess að sjá hann.

Það eru mann­réttinda­sam­tökin Iran Human Rig­hts í Íran sem greina frá þessu en í gær greindi Sky News frá því að Mehran hefði verið skotinn.

Lík Samak er nú hjá Réttar­læknis­stofnun Íran en hingað til hefur fjöl­skylda hans ekki fengið að sjá hann.

Sam­kvæmt Iran Human Rig­hts var Samak skotinn í höfuðið af öryggis­sveitum Íran í kjöl­far ó­sigurs íranska lands­liðsins í knatt­spyrnu gegn Banda­ríkjunum á HM í Katar.

Með tapinu féll Íran úr leik á mótinu og litu á­kveðnir hópar, and­vígir stjórn­völdum í Íran, á það sem ó­sigur fyrir ríkið og söfnuðust hópar saman á götum úti til að fagna.

Mikil mót­mæla alda hefur skekið Íran í kjöl­far dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Amini sem lést í haldi lög­reglu í septem­ber síðast­liðnum.