Yfirvöld í Íran neita að veita fjölskyldu Mehran Samak, 27 ára Írana sem skotinn var til bana af öryggissveitum íranska ríkisins fyrir að fagna ósigri Íran gegn Bandaríkjunum á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, tækifæri til þess að sjá hann.
Það eru mannréttindasamtökin Iran Human Rights í Íran sem greina frá þessu en í gær greindi Sky News frá því að Mehran hefði verið skotinn.
Lík Samak er nú hjá Réttarlæknisstofnun Íran en hingað til hefur fjölskylda hans ekki fengið að sjá hann.
Samkvæmt Iran Human Rights var Samak skotinn í höfuðið af öryggissveitum Íran í kjölfar ósigurs íranska landsliðsins í knattspyrnu gegn Bandaríkjunum á HM í Katar.
Með tapinu féll Íran úr leik á mótinu og litu ákveðnir hópar, andvígir stjórnvöldum í Íran, á það sem ósigur fyrir ríkið og söfnuðust hópar saman á götum úti til að fagna.
Mikil mótmæla alda hefur skekið Íran í kjölfar dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Amini sem lést í haldi lögreglu í september síðastliðnum.
His name was #MehranSamak. He was shot in the head by state forces when he went out to celebrate the Islamic Republic’s loss at #FIFAWorldCup2022 in Bandar Anzali last night like many across the country. He was just 27 years old.#مهسا_امینی pic.twitter.com/rfJuuODUiq
— Iran Human Rights (IHR NGO) (@IHRights) November 30, 2022