Frjálsíþróttasambandið afhenti Degi B. Eggertssyni áskorun að Reykjavíkurborg haldi áfram að vinna að því að reisa nýjan þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir.

Á dögunum lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg taki þátt í að fjármagna hönnun á þjóðarleikvangi í frjálsíþróttum í samræmi við skýrslu starfshóps um málefnið.

Samkvæmt hugmyndunum sem starfshópur um málið skilaði inn til Reykjavíkurborgar er mælst með því að slíkur leikvangur verði þar sem knattspyrnufélag Þróttar er með æfingasvæði við Suðurlandsbraut.

Hluti þess samkomulags er að Þróttur láti af hendi umrætt æfingasvæði en fær gervigras á Valbjarnarvöll og gervigras á svæði sem frjálsíþróttasambandið hefur haft til afnota í Laugardalnum.