Fótbolti

Skoraði í tólfta leiknum í röð

Cristiano Ronaldo skoraði jöfnunarmark Real Madrid gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann hefur skorað í 12 leikjum í röð.

Ronaldo getur ekki hætt að skora þessa dagana. Fréttablaðið/Getty

Cristiano Ronaldo skoraði í tólfta leiknum í röð þegar Real Madrid tók á móti Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Markið dugði þó ekki til sigurs því lokatölur urðu 1-1.

Inaki Williams kom gestunum frá Bilbao í 0-1 á 14. mínútu og þannig var staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá átti Luka Modric skot fyrir utan teig sem fór af Ronaldo og í netið.

Eins og áður sagði hefur Ronaldo skorað í 12 leikjum með Real Madrid í röð. Alls eru þetta 22 mörk, eða næstum því tvö mörk að meðaltali í leik.

Ronaldo hefur alls skorað 42 mörk fyrir Real Madrid í vetur, jafn mörg og hann gerði allt tímabilið í fyrra. Og miðað við formið sem Portúgalinn er í mun þessi tala hækka á næstu vikum.

Ronaldo er næstmarkahæstur í spænsku deildinni með 24 mörk, fimm mörkum á eftir Lionel Messi.

Real Madrid situr í 3. sæti deildarinnar með 68 stig, 15 stigum á eftir toppliði Barcelona.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Fótbolti

Ísland laut í lægra haldi fyrir Sviss

Fótbolti

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Auglýsing

Nýjast

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Auglýsing