Framherjinn Chris Maguire, var ekkert að halda aftur af fagnaðarlátum sínum þegar að hann skoraði gegn sínu fyrrum félagi, Sunderland í leik með núverandi liði sínu Lincoln City.

Maguire gekk til liðs við Lincoln City frá Sunderland á frjálsri sölu í júlí í fyrra eftir að krafta hans var ekki lengur óskað. Maguire var á mála hjá Sunderland á árunum 2018-2021.

Leikmaðurinn var í byrjunarliði Lincoln City í leiknum gegn Sunderland og kom liðinu yfir með marki á 31. mínútu. Ljóst var að um mikinn létti var að ræða fyrir Maguire sem gat ekki haldið aftur að sér, tók sprettinn í áttina að fyrrum knattspyrnustjóra sínum og fagnaði markinu fyrir framan hann.

Maguire lét ekki staðar numið þarna, hann bætti við öðru marki sínu á 75. mínútu úr vítaspyrnu og innsiglaði þrennu sína með skallamarki undir lok leiks. Leiknum lauk með 3-1 sigri Lincoln City