Mennta­skóla­strákur í Banda­ríkjunum, knatt­spyrnu­maðurinn Kevin Hubbell, sló met á dögunum þegar hann skoraði hvorki fleiri né færri en 16 mörk í einum og saman leiknum.

Hubbell þessi þykir í hópi efni­legustu knatt­spyrnu­manna Michigan-ríkis en hann spilar fyrir Benzi­e Central – lang­efsta lið mennta­skóla­deildarinnar í norður­hluta Michigan. Liðið mætti neðsta liði deildarinnar, Kingsl­ey, á dögunum og fóru leikar 17-0. Í leiknum reyndu leik­menn Benzi­e hvað þeir gátu að rúlla yfir and­stæðinginn og var sér­stök á­hersla lögð á það að Hubbell fengi að skora.

„Það er ekki mikil reisn fólgin í því að elta met með þessum hætti. Fót­bolti er að mínu mati ekki rétti staðurinn fyrir það,“ segir Tim VanWin­ger­d­en, þjálfari Kingsl­ey, og bætir við að leik­menn og þjálfari Benzi­e Central hafi gert lítið úr leik­mönnum Kingsl­ey í um­ræddum leik. Tíma­bilið hefur verið erfitt fyrir Kingsl­ey sem hefur tapað öllum 15 leikjum sínum á tíma­bilinu.

Hubbell sló metið með stæl yfir flest mörk skoruð í einum leik. Fyrra metið, sem hafði staðið frá árinu 2003, var 10 mörk í einum og sama leiknum.

Í frétt AP kemur fram að skóla­yfir­völd í Kingsl­ey séu mjög ó­hress með málið og var haldinn sér­stakur fundur í gær­kvöldi. Skóla­stjórinn, Keith Smith, segist hafa á­hyggjur af því að í­þrótta­andinn sé á undan­haldi og það séu ekki góð skila­boð að reyna að niður­lægja and­stæðinginn.

Þá er haft eftir Hubbell og þjálfara Benzi­e, Chris Batcheld­er, að þeir hafi vitað af marka­metinu og meira að segja rætt um að reyna að slá það í um­ræddum leik. „Við búum í þannig sam­fé­lagi að fókusinn er fyrst á það sem er nei­kvætt og svo lítur fólk á það sem er já­kvætt. Ég vissi að það yrðu ekki allir sáttir við þetta,“ segir Batcheld­er.

Hann bætir við að ef ein­hver vilji gagn­rýna á­kvörðunina ætti sá hinn sami að beina henni að honum per­sónu­lega en ekki leik­mönnum liðsins.

Þá er rætt við Karl Trost sem setti um­rætt met árið 2003. Hann kveðst muna sjálfur vel eftir gagn­rýninni sem hann og fé­lagar hans fengu þegar hann skoraði 10 mörk í 20-0 sigri. Það var þó áður en öll um­ræða fór fram á sam­fé­lags­miðlum. „Í dag fer fólk í tölvuna og símann og lætur allt flakka. Það er sorg­legt og leiðin­legt fyrir leik­manninn sem um ræðir.“