Í gær var tekin fyrsta skóflustungan að langþráðu knatthúsi á félagssvæði Hauka að Ásvöllum. Skóflustungan var tekin á stórafmæli Hauka en félagið hélt upp á 90 ára afmæli sitt í gær.

Knatthúsið verður staðsett á núverandi grassvæði félagsins sem er við hlið gervigrasvallarins.

Tilkoma hússins mun valda byltingu í aðstöðu til knattspyrnuiðkunar hjá Haukum sem hafa kvartað yfir aðstöðuleysi undanfarin ár. Samhliða byggingu knatthúss verður byggt upp nýtt grasæfingasvæði á lóð Hauka.