Natela Dzalamidze sem kemur frá Rússlandi verður meðal þátttakenda á Wimbledon mótinu í tennis í ár eftir að hafa skipt um þjóðerni til að komast framhjá banni mótshaldara við þátttöku Rússa og Hvít-Rússa.

Talsmaður Wimbledon-mótsins, eins virtasta og frægasta tennismóts heims, staðfesti þetta í samtali við The Times. https://www.thetimes.co.uk/article/russian-tennis-player-avoids-wimbledon-ban-with-change-of-nationality-t2f8ljscs

Dzalamidze sem er í 43. sæti á heimslistanum hefur undanfarnar vikur keppt undir hlutlausum fána á WTA-mótaröðinni er nú skráð sem keppandi frá Georgíu á heimasíðu WTA.

Wimbledon tilkynnti á dögunum að Rússum og Hvít-Rússum yrði bannað taka þátt í ár í kjölfarið af innrás Rússa í Úkraínu.