Manchester United var niðurlægt í 4-0 tapi gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta er sjötta tap Manchester United í síðustu átta leikjum í öllum keppnum.

Richarlison kom Everton yfir í upphafi leiksins og Gylfi Þór Sigurðsson bætti við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks.

Lucas Digne og Theo Walcott bættu við mörkum í seinni hálfleik og átti Gylfi Þór stóran þátt í marki Walcott.

Gylfi hefur því komið að níu mörkum gegn Manchester United, skorað fimm og lagt upp fjögur í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United er því í sjötta sæti deildarinnar og er í hættu á því að missa af einu af efstu fjórum sætunum þegar fjórar umferðir eru eftir.