Sundsamband Bandaríkjanna tilkynnti í gær nýjar reglur sem skerðir aðgengi trans kvenna að keppnum á afreksstigi (e. elite events) sem tekur strax gildi.

Samkvæmt reglunum þurfa trans konur að sýna fram á að magn testósteróns í líkama þeirra hafi ekki farið yfir 5 nanómól á hvern lítra undanfarin þrjú ár.

Í fyrri reglum þurftu trans konur að sanna fram á að testósterón væri ekki yfir tíu nanómól fyrir hvern lítra af blóði til eins árs.

Þá þurfa trans konur að rökstyðja að þær séu ekki með líkamlegt forskot á keppinauta sína vegna þess að þær hafi fæðst sem karlmenn.

Keppnisréttur trans kvenna hefur verið til umræðu í Bandaríkjunum í kjölfarið á velgengni Liu Thomas fyrir háskólalið Penn.

Thomas synti fyrir karlalið skólans áður en hún gekkst undir kynjaleiðréttingu og er með besta tíma ársins í nokkrum greinum í kvennaflokki.