Gennaro Gattuso, þjálfari spænska úrvalsdeildarliðsins Valencia skýtur föstum skotum að keppinautum liðsins í spænsku deildinni Barcelona. Hann segir félagið vera með leikmenn í leikmannahópi sínum sem það hafi ekki efni á.

Gattuso stýrir sínum fyrsta leik sem þjálfari Valencia um helgina en félagið hefur, líkt og Barcelona, verið í fjárhagserfiðleikum. Barcelona hefur ekki náð að skrá suma af nýju leikmönnum sínum sökum þess og Gattuso skilur ekkert í uppleggi félagsins.

,,Við höfum misst leikmenn á borð við Goncalo Guedes og vonumst til að ná að fylla upp í hans skarð. Hér er nákvæmt fjármálaeftirlit. Barcelona hefur leik í spænsku úrvalsdeildinni á morgun og hefur ekki enn skráð nýja leikmenn sína."

,,Það er gagnslaust að kaupa einhvern sem þú hefur ekki efni á," sagði Gattuso í viðtali við Football Italia.