Ís­lenska fyrir­tækið 66°Norður fékk fína aug­lýsingu í leik Brent­ford og Arsenal í ensku úr­vals­deildinni í gær en glöggir á­horf­endur leiksins gætu hafa tekið eftir því að daninn Thomas Frank, knatt­spyrnu­stjóri Brent­ford klæddist jakka fyrir­tækisins á hliðar­línunni.

Jakkinn færði honum þó ekki heppni og góða spila­mennsku því gestirnir í Arsenal réðu lögum og lofum í leiknum og fóru að lokum með 3-0 sigur af hólmi.

Thomas klæddist jakkanum Öxi í boð­vanginum en milljónir manna horfðu á út­sendingu frá leiknum.

Sjálfur hefur Thomas Frank gert eftir­tektar­verða hluti með Brent­ford en hann tók við liðinu í októ­ber 2018, áður hafði hann verið að­stoðar­þjálfari liðsins. Undir stjórn Franks hefur Brent­ford komist upp í ensku úr­vals­deildina úr ensku B-deildinni og náði liðið flottum árangri á sínu fyrsta tíma­bili í endur­komunni í deild þeirra bestu í fyrra. Niður­staðan þá 13. sæti.

Thomas Frank í jakkanum frá 66° Norður
Mynd: Skjáskot