Miljevic er reynslumikill körfuboltaþjálfari sem hefur meðal annars þjálfað í Þýskalandi og Serbíu en nú síðast var hann við störf hjá liði Hapoel Eliat í Ísrael.
Þá hefur Miljevic tengsl við Ísland þar sem hann hefur þjálfað í körfuboltabúðum Vestra .
Skallagrímur varð í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en liðið mætir Keflavík í fyrstu umferð deildarinnar á komandi keppnistímabili.