Biljana Stanković var í dag ráðin sem þjálfari Skallagríms í Dominos-deild kvenna en hún tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem sagði upp á dögunum.

Verður hún þriðji þjálfari Borgnesinga á þessu ári ásamt Ara og Ricardo Gonzáles Dávila.

Samkvæmt tilkynningu sem Skallagrímur sendi frá sér á Biljana að baki yfir 100 landsleiki fyrir Serbíu og var fyrirliði liðsins í mörg ár. 

Hefur hún verið aðstoðarþjálfari yngri landsliða hjá Serbíu undanfarin ár sem og þjálfari yngri flokka hjá liði Kris Kros Pancevo síðan hún lagði skóna á hilluna.

Kemur fram að hún sé væntanleg til landsins á fimmtudaginn og muni stýra liðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.