Körfubolti

Skallagrímskonur komnar með nýjan þjálfara

Biljana Stanković var í dag ráðin sem þjálfari Skallagríms í Dominos-deild kvenna en hún tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem sagði upp á dögunum

Biljana hress og kát. Mynd/Facebook-síða Skallagríms

Biljana Stanković var í dag ráðin sem þjálfari Skallagríms í Dominos-deild kvenna en hún tekur við starfinu af Ara Gunnarssyni sem sagði upp á dögunum.

Verður hún þriðji þjálfari Borgnesinga á þessu ári ásamt Ara og Ricardo Gonzáles Dávila.

Samkvæmt tilkynningu sem Skallagrímur sendi frá sér á Biljana að baki yfir 100 landsleiki fyrir Serbíu og var fyrirliði liðsins í mörg ár. 

Hefur hún verið aðstoðarþjálfari yngri landsliða hjá Serbíu undanfarin ár sem og þjálfari yngri flokka hjá liði Kris Kros Pancevo síðan hún lagði skóna á hilluna.

Kemur fram að hún sé væntanleg til landsins á fimmtudaginn og muni stýra liðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing