Juventus mætir til leiks í kvöld gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með lemstrað lið en Mario Mandzukic, króatíski framherjinn, ferðaðist ekki með liðinu til London í gær. 

Var áætlað að Mandzukic myndi byrja leikinn ásamt Douglas Costa og Paulo Dybala í fremstu víglínu þar sem Gonzalo Higuain er tæpur vegna meiðsla í ökkla.

Juventus þarf helst að vinna leik kvöldsins eftir 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í Tórínó á Ítalíu þar sem Higuain skoraði bæði mörk leiksins.

Ítölsku meistararnir geta þó fagnað því að fá Paulo Dybala aftur inn í liðið en hann hefur skorað 18. mörk í öllum leikjum á yfirstandandi tímabili.