Einar Logi Einarsson tryggði Skagamönnum 1-0 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í slag tveggja efstu liðanna í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvöll í kvöld.

Sigurmark Skagaliðsins kom í uppbótartíma leiksins en Einar Logi skilaði þá boltanum í netið eftir hornspyrnu Stefáns Teits Þórðarsynar.

ÍA sem er enn taplaust eftir fyrstu fimm umferðirnar trónir á toppi deildarinnar með 13 stig en Breiðablik er hins vegar í öðru sæti með 10 stig.

Umferðinni lýkur svo á morgun með stórleik FH og Vals, viðureign Grindavíkur og Fylkis og leik KR og HK.

Jóhannes Karl Guðjónsson er með lærisveina sína af Skaganum á toppi deildarinnar.
Fréttablaðið/Valli