ÍA laut í lægra haldi með tveimur mörkum gegn einu þegar liðið mætti enska liðinu Derby County í 16 liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu unglinga í karlaflokki á Víkingsvellinum í kvöld.

Festy Ebosele og Jack Strett­on komu Der­by 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Aron Snær Ingason lagaði stöðuna fyrir Skagamenn í seinni hálfleik.

Liðin mætast í seinni leiknum í Englandi eftir slétta viku en ÍA valtaði yfir eistneska liðið Levadia Tallin í 32 liða úrslitum keppninnar.