Knattspyrnudeild ÍA hefur samið við skoska leikmanninn Alex Davey um að leika með karlaliði félagsins í sumar.
Davey, sem leikur alla jafna sem miðvörður, en hefur einnig leikið sem hægri bakvörður og djúpur miðjumaður á ferli sínum kom í gegnum unglingastarf Chelsea en hann yfirgaf herbúðir Lundúnafélagsins árið 2017.
Á ferli sínum hefur hann til að mynda leikið með norska liðinu Stabæk, Dag & Red FC og Hartford í neðstu deildum Englands.
Þessi nýjasti leikmaður Skagaliðsins var síðast á mála hjá TB Rowdies í næst efstu deild í Bandaríkjunum en hann hefur verið án félags frá því í byrjun desember.
Við bjóðum @davey_alex hjartanlega velkomin uppá Skaga!
— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) February 15, 2021
Alex kemur með svaka reynslu enn hann kom upp í gegnum yngri flokka @ChelseaFC
Welcome to Akranes, Alex 💛🖤 pic.twitter.com/BjKQThPKol
A very strange year for many, but I’ve been fortunate enough to be able to travel around, again having another opportunity at @ia_akranes in the Icelandic premier, can’t wait to get started 👏
— Alex Davey (@davey_alex) February 15, 2021