NBA-deildin í körfubolta er með til skoðunar ásakanir í garð Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns að Sarver hafi á sautján árum sem eigandi Suns ítrekað sýnt kvenfyrirlitningu og kynþáttafordóma.

Samkvæmt heimildum ESPN sem greindi fyrst frá málinu hafa rúmlega sjötíu manns, bæði núverandi og fyrrum starfsmenn liðsins, kvartað undan Sarver.

Hann hefur sjálfur neitað sök í málinu en það eru sjö ár liðin síðan NBA-deildin komst að því að Donald Sterling, þáverandi eigandi Los Angeles Clippers, var neyddur til að selja félagið vegna rasískra ummæla.

Sterling var um leið meinað að kaupa annað félag innan NBA-deildarinnar. Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns, var á þeim tíma leikmaður Los Angeles Clippers en hann vildi lítið tjá sig um málefni Sarver í samtali við fjölmiðla Vestanhafs.